Ingunn Bjarnadóttir feat. Jónas Ingimundarson, Hallveig Rúnarsdóttir & Hrönn Þráinsdóttir -
Með vorið í höndunum
Þrjú Ingustef
Hrafninn
Kristján frá Djúpalæk
Fugl í húmi flýgur, flytur hann illa spá?
Hann er máske' að hugsa um hve hefur þú augu blá
Úti er óttans fugl
Þaggast dagsins þytur, það er að koma nótt
Fuglinn uppi' í fjallinu er farinn að sofa rótt. Svartur er feigðarfugl
Mjúk er hvíld í mosa
Myrkrið er krumma sæng
Hann er að dreyma hrafnajól
Með höfuðið undir væng. sefur hinn svarti fugl
Hörpur þar sungu
Kári Tryggvason
Sólskinið glitrar suður í hlíð
Enn man ég angan frá æskunnar tíð
Hörpur þar sungu hugljúfan óð
Runnarnir glóðu rauðir sem blóð
Ó, hve ég undi ævinni þar
Hálfur í draumi hugurinn var
Rúnaslagur
Grímur Thomsen
Hemingur reið með hömrum fram, haglega strengir gjalla
Grösugum sat þar Huld í hvamm, hörpuna knúði snjalla
Rammar slær hún rúnar
Fyrsti slagurinn er hún sló, strengirnir fagurt gjalla
Hestar og fé á heiði og skóg högunum sinntu valla
Rammar slær hún rúnar
Annar slagurinn er hún sló, strengirnir fagurt gjalla
Valurinn, sem af víði fló, vængina lét hann falla
Rammar slær hún rúnar
Þriðji slagurinn er hún sló strengirnir fagurt gjalla
Fiskunum í fljóti og sjó förlaðist sund að kalla
Rammar slær hún rúnar
Lifnuðu blóm og laufgaði skóg, ljómaði roði á bergi
Hemingur sporum Slungni sló, stilla því mátti hann hvergi
Rammar slær hún rúnar
Logaði fjall, svo lýsti í dal, leiftraði af dýrum steinum
Opnuðust dyr á dísar-sal drifnar af kristall hreinum
Rammar slær hún rúnar
Hemingur sporum hestinn hjó, hrökkti hann ofan í gjána
Gýgurin kalt í gljúfri hló, grillti í urðarmána
Rammar slær hún rúnar
Kristján frá Djúpalæk
Fugl í húmi flýgur, flytur hann illa spá?
Hann er máske' að hugsa um hve hefur þú augu blá
Úti er óttans fugl
Þaggast dagsins þytur, það er að koma nótt
Fuglinn uppi' í fjallinu er farinn að sofa rótt. Svartur er feigðarfugl
Mjúk er hvíld í mosa
Myrkrið er krumma sæng
Hann er að dreyma hrafnajól
Með höfuðið undir væng. sefur hinn svarti fugl
Hörpur þar sungu
Kári Tryggvason
Sólskinið glitrar suður í hlíð
Enn man ég angan frá æskunnar tíð
Hörpur þar sungu hugljúfan óð
Runnarnir glóðu rauðir sem blóð
Ó, hve ég undi ævinni þar
Hálfur í draumi hugurinn var
Rúnaslagur
Grímur Thomsen
Hemingur reið með hömrum fram, haglega strengir gjalla
Grösugum sat þar Huld í hvamm, hörpuna knúði snjalla
Rammar slær hún rúnar
Fyrsti slagurinn er hún sló, strengirnir fagurt gjalla
Hestar og fé á heiði og skóg högunum sinntu valla
Rammar slær hún rúnar
Annar slagurinn er hún sló, strengirnir fagurt gjalla
Valurinn, sem af víði fló, vængina lét hann falla
Rammar slær hún rúnar
Þriðji slagurinn er hún sló strengirnir fagurt gjalla
Fiskunum í fljóti og sjó förlaðist sund að kalla
Rammar slær hún rúnar
Lifnuðu blóm og laufgaði skóg, ljómaði roði á bergi
Hemingur sporum Slungni sló, stilla því mátti hann hvergi
Rammar slær hún rúnar
Logaði fjall, svo lýsti í dal, leiftraði af dýrum steinum
Opnuðust dyr á dísar-sal drifnar af kristall hreinum
Rammar slær hún rúnar
Hemingur sporum hestinn hjó, hrökkti hann ofan í gjána
Gýgurin kalt í gljúfri hló, grillti í urðarmána
Rammar slær hún rúnar
Credits
Writer(s): Kristján Djúpalæk
Lyrics powered by www.musixmatch.com
Link
© 2024 All rights reserved. Rockol.com S.r.l. Website image policy
Rockol
- Rockol only uses images and photos made available for promotional purposes (“for press use”) by record companies, artist managements and p.r. agencies.
- Said images are used to exert a right to report and a finality of the criticism, in a degraded mode compliant to copyright laws, and exclusively inclosed in our own informative content.
- Only non-exclusive images addressed to newspaper use and, in general, copyright-free are accepted.
- Live photos are published when licensed by photographers whose copyright is quoted.
- Rockol is available to pay the right holder a fair fee should a published image’s author be unknown at the time of publishing.
Feedback
Please immediately report the presence of images possibly not compliant with the above cases so as to quickly verify an improper use: where confirmed, we would immediately proceed to their removal.