Hvíld

Innan úr augntóftum mínum munu blóm villt vaxa
Þá mun ég finna friðinn í lækjarins nið, og vindsins

Úr brjóstholi mínu, á milli rifjanna, grösin leið sér finna
Þá verð ég hluti af fegurð náttúrunnar, fegurðinnar vegna

Sama hver ég er, og tel mig hafa séð, hún mig finnur
Hvort sem okkur það líkar, betur eða verr, lokin okkur sameina

Líkt og áin lygna streymir óstöðvandi, allt rennur sitt skeið
Fegurðin felst í að gleymast, saman hverfa á braut
Verða hluti flórunnar



Credits
Lyrics powered by www.musixmatch.com

Link