Tölum um Þunglyndið

Í hliðstæðum heimi þar sem allt er gott
Brosir þú og ert svo flott
En nú situr þú hér og starir á mig
Tóm að innan og vilt fá frið
Hvert stefnum við er þetta allt
Hvert stefnum við mér er alltaf kalt
Inni og úti og allt um kring
Föst á eyju með giftingarhring

En svo koma þeir dagar
Þegar þú brosir það allt lagar
Snertir mína fingur
Nú þurfum við ekkert glingur

Svo dregur fyrir sólu og þú læðist inn
Í herbergi undir sæng kodda undir kinn
Af hverju er þetta svona hugsar þú
Á falleg börn góðan mann og bú
En drunginn sækir lævís að þér
Getur ekkert gert verið glöð verið með
Það er ekki eins og þig í leiðan langi
Þráir eitthvað annað hvað er í gangi

En svo koma þeir dagar
Þegar Þú brosir það allt lagar
Ég heyri tónlist úr hjartanu á þér
Kemur til að vera með mér

Þó þú sitjir beint á móti mér
Er fjarvera þín ógnvænleg
Reyni svo heitt að nálgast þig
Þú ert löngu farinn en situr kyrr

En svo koma þeir dagar
Þegar þú brosir það allt lagar
Snertir mína fingur
Nú þurfum við ekkert glingur
En svo koma þeir dagar
Þegar Þú brosir það allt lagar
Ég heyri tónlist úr hjartanu á þér
Kemur til að vera með mér



Credits
Writer(s): Thorarinn Torfi Finnbogason
Lyrics powered by www.musixmatch.com

Link