Kassabíll

Þegar ég sé brosið þitt
Bregst ég ókvæða við
Bros þetta er tvírætt glottandi
Sný aldrei baki í þig
Fórum af stað niður eftir vegi
Í átt að fjörunni
Svartur sandur dauður krabbi
Innan sjónsvæði

Lífið er ágætt býsna gott
Þó úti sé kalt og soldið vott
Vindurinn blæs samt vil ég út
Spreða á mig sumar sól og yl

Leitar á mig jákvæðni
Sem ég tengi við þig
Kassabíllinn vélarvana
Sprettir úr spori
Festir þig í drullupollinum
Út á hlaðinu
Dró þig upp brosandi
Í vondu skapi

Lífið er ágætt býsna gott
Þó úti sé kalt og soldið vott
Vindurinn blæs samt vil ég út
Spreða á mig sumar sól og yl
Lífið er ágætt býsna gott
Þó úti sé kalt og soldið vott
Vindurinn blæs samt vil ég út
Spreða á mig sumar sól og yl



Credits
Writer(s): þórarinn Torfi Finnbogason
Lyrics powered by www.musixmatch.com

Link