Veðraskipti

Ó hve indælt það yrði
Og rómantískt í senn
Að klifra upp með þér
Á næturhimininn
Leiðin er að vísu löng
Með allskonar tálsýnum
Snjókorn sem bráðna á kinn
Gráta meydóminn

Stjörnurnar það eru enginn
Veðraskipti þar
Við svífum súrefnislaus
Okkur tveim er ætlað það

Þig langaði víst í ferð
Með óræðan áfangastað
Ég kom og bauð þér með
Bensínlaus án fallhlífar

Stjörnurnar það eru enginn
Veðraskipti þar
Við svífum súrefnislaus
Okkur tveim er ætlað það
Stjörnurnar það eru enginn
Veðraskipti þar
Við svífum súrefnislaus
Okkur tveim er ætlað það



Credits
Writer(s): Thorarinn Torfi Finnbogason
Lyrics powered by www.musixmatch.com

Link