Dansaðu pabbi dansaðu

Talaðir þig út úr móðurkviði
Leiður á því að vera einn
Talaðir og talaðir um lífið
En sagðir ekki neitt
Ekki mikil von
Að þú yrðir neitt annað
En sígjammandi snáði mataður af bjarma

En nú vil ég sjá þig dansa
Dansaðu ljúfurinn
Dansaðu Dansaðu dansaðu
Með kórónu

Fjarlægðin gerir fjöllin smá
En börnin smærri
Myrkrið er mikið og það særir
Þau sakna þess tíma
Sem þau eyddu með þér
Vindurinn að norðan kælir hjartað í hel

En nú vil ég sjá þig dansa
Elsku kúturinn minn
Dansaðu Dansaðu dansaðu
Með ljósinu

Nú er allt orðið gott
Dansið saman í skugganum
Klædd í sparifötin uppfull af tilfinningum
Að endingu vita allir
Hvar góða sálin býr
Býr helgar pabbanum með kvíðahnút í maganum

En nú vil ég sjá þig dansa
Elsku krútti minn
Dansaðu Dansaðu dansaðu
Upp á borðinu

En nú vil ég sjá þig dansa
Elsku ljúfurinn
Dansaðu dansaðu dansaðu
Með kórónu



Credits
Writer(s): Thorarinn Torfi Finnbogason
Lyrics powered by www.musixmatch.com

Link