Fjallið Blátt

Ég undi ekki á æskustöðvum
Fannst þar allt vera lágt og smátt
Og hugur minn löngum horfði
Til hæða í suðurátt
Og faðmaði fjallið eina
Fjallið töfrablátt

Til guðsifja foldin færði
Fjallið í himinslaug
Og röðull kveldsins því rétti
Rauðagullsins baug
Þaðan kom þeyrinn söngvinn
Þangað örninn flaug

Mörg firnindi und fót ég lagði
Unz fjallið eina ég vann
En ís þess ég þekkti aftur
Þess eldur mér sjálfri brann
Og skriður þess hrynja og hrapa
Í hjarta mér áður ég fann

Að baki mér bernskulöndin
Úr blámistri hófu sig
Ég leitaði um þyrnileiðir
Og leyndan, grýttan stig
Að dásemdum fjærsta fjallsins
En fann aðeins sjálfa mig

Of seint er nú heim að halda
Því hjartaslátturinn dvín
Allt líf mitt var för til fjallsins
Sú för var ei næsta brýn
Í fjarlægðar sinnar fegurð
Hafði fjallið komið til mín



Credits
Writer(s): Guðfinna Jónsdóttir
Lyrics powered by www.musixmatch.com

Link