Fjallið Blátt
Ég undi ekki á æskustöðvum
Fannst þar allt vera lágt og smátt
Og hugur minn löngum horfði
Til hæða í suðurátt
Og faðmaði fjallið eina
Fjallið töfrablátt
Til guðsifja foldin færði
Fjallið í himinslaug
Og röðull kveldsins því rétti
Rauðagullsins baug
Þaðan kom þeyrinn söngvinn
Þangað örninn flaug
Mörg firnindi und fót ég lagði
Unz fjallið eina ég vann
En ís þess ég þekkti aftur
Þess eldur mér sjálfri brann
Og skriður þess hrynja og hrapa
Í hjarta mér áður ég fann
Að baki mér bernskulöndin
Úr blámistri hófu sig
Ég leitaði um þyrnileiðir
Og leyndan, grýttan stig
Að dásemdum fjærsta fjallsins
En fann aðeins sjálfa mig
Of seint er nú heim að halda
Því hjartaslátturinn dvín
Allt líf mitt var för til fjallsins
Sú för var ei næsta brýn
Í fjarlægðar sinnar fegurð
Hafði fjallið komið til mín
Fannst þar allt vera lágt og smátt
Og hugur minn löngum horfði
Til hæða í suðurátt
Og faðmaði fjallið eina
Fjallið töfrablátt
Til guðsifja foldin færði
Fjallið í himinslaug
Og röðull kveldsins því rétti
Rauðagullsins baug
Þaðan kom þeyrinn söngvinn
Þangað örninn flaug
Mörg firnindi und fót ég lagði
Unz fjallið eina ég vann
En ís þess ég þekkti aftur
Þess eldur mér sjálfri brann
Og skriður þess hrynja og hrapa
Í hjarta mér áður ég fann
Að baki mér bernskulöndin
Úr blámistri hófu sig
Ég leitaði um þyrnileiðir
Og leyndan, grýttan stig
Að dásemdum fjærsta fjallsins
En fann aðeins sjálfa mig
Of seint er nú heim að halda
Því hjartaslátturinn dvín
Allt líf mitt var för til fjallsins
Sú för var ei næsta brýn
Í fjarlægðar sinnar fegurð
Hafði fjallið komið til mín
Credits
Writer(s): Guðfinna Jónsdóttir
Lyrics powered by www.musixmatch.com
Link
© 2024 All rights reserved. Rockol.com S.r.l. Website image policy
Rockol
- Rockol only uses images and photos made available for promotional purposes (“for press use”) by record companies, artist managements and p.r. agencies.
- Said images are used to exert a right to report and a finality of the criticism, in a degraded mode compliant to copyright laws, and exclusively inclosed in our own informative content.
- Only non-exclusive images addressed to newspaper use and, in general, copyright-free are accepted.
- Live photos are published when licensed by photographers whose copyright is quoted.
- Rockol is available to pay the right holder a fair fee should a published image’s author be unknown at the time of publishing.
Feedback
Please immediately report the presence of images possibly not compliant with the above cases so as to quickly verify an improper use: where confirmed, we would immediately proceed to their removal.