Alltaf er einhver sem grætur

Alltaf er einhver sem grætur (Jakobína Sigurðardóttir)

Hljóðlátt hvísl um hugann fer,
Hræðir ungu blómin mín,
Þegar sólin sælast skín,
Sækir að mér daga og nætur.
Þegar jörð og himinn hlær,
Hvíslar einhver dapur blær:
Alltaf er einhver sem grætur.
Þegar jörð og himinn hlær,
Hvíslar einhver dapur blær:
Alltaf er einhver sem grætur.

Hvenær þagnar þetta hvísl,
Þetta ömurleikamál?
Er það máski einhver sál,
Sem alein vakir dimmar nætur
Þegar jörð og himinn hlær,
Hvíslar einhver dapur blær:
Alltaf er einhver sem grætur.
Þegar jörð og himinn hlær,
Hvíslar einhver dapur blær:
Alltaf er einhver sem grætur.

Viðkvæmt eins og hörpuljóð
Huldunnar í klettaborg
Hvíslar dagsins dulda sorg
Um draum sem hvergi festir rætur.
Þegar jörð og himinn hlær,
Hvíslar einhver dapur blær:
Alltaf er einhver sem grætur.

Þegar jörð og himinn hlær,
Hvíslar einhver dapur blær:
Alltaf er einhver sem grætur.
Þegar jörð og himinn hlær,
Hvíslar einhver dapur blær:
Alltaf er einhver sem grætur.

Himinninn er hreinn og blár.
Hrynja samt um gluggann tár,
Því alltaf er einhver sem grætur.



Credits
Writer(s): Jakobina Sigurdardottir, Gardar Borgthorsson, Rakel Bjoerk Bjoernsdottir
Lyrics powered by www.musixmatch.com

Link