Varir skáldsins

Varir skáldsins (Eiríkur Örn Norðdahl)

Að skáldið þagni
Myndlíkingin deyi
Stuðlar falli í höfuðstafi
Því tíminn og rímið
Eru ekki rétt gerð
Hver hefur rúm
Fyrir tíma og rím?

Öskrum svo hátt að yfirgnæfi ljóðið!
Öskrum svo hátt að yfirgnæfi ljóðið!

Orðin hljóma ekki lengur
Eins og ég meini þau;
Drukkna í suttungamiði
Ældum af vörum skáldsins
Sem yrkir ljóð eins og hann reiknar
Og lesandinn tekur fyrir
Nefið því hann veit betur
En játar það ekki fyrir
Nokkrum manni.

Öskrum svo hátt að yfirgnæfi ljóðið!
Öskrum svo hátt að yfirgnæfi ljóðið!
Öskrum svo hátt að yfirgnæfi ljóðið!
Öskrum svo hátt að yfirgnæfi ljóðið!

Kórónum svo verkið:
Kljúfum bókmenntafræðinginn
Í herðar niður
Fleygjum ritstjóranum
Fyrir ljónin
Og brennum allan
Kveðskapinn.



Credits
Writer(s): Gardar Borgthorsson, Rakel Bjoerk Bjoernsdottir, Eirikur Oern Norddahl
Lyrics powered by www.musixmatch.com

Link