Álfamærin

Álfamærin (Halla Eyjólfsdóttir skáldkona)
Á gamlárskvöld 1913.

Ungur sveinn með æskuþrek
Yndisþokka bar,
Aleinn úti um kvöldin
Oft á gangi var.

Ung og tigin álfamær
Úti um svalir gekk
Tungls- í -ljósi ljúfu,
Litið sveininn fékk.

Úti' um land, úti' um sæ, álfar hafa völd.
Heilög er hjá hamrabúum hátíð í kvöld.

Kom! Ó! Kom! Heyr ljúflingsljóð!
Lít á konungsstól!
Alein þar ég uni,
Einum býð þér skjól.

Hann til konungs krýnum vér!
Kyndið elda fljótt!
Látum rauða loga
Lýsa vetrarnótt!

Úti' um land, úti' um sæ, álfar hafa völd.
Heilög er hjá hamrabúum hátíð í kvöld.

Berghöll opnast. Blasa við
Blómskreytt veggjatjöld
Rauðra loga leiftur
Ljós og álfa-fjöld.

Hann af öllu hrifinn kvað:
Hér? Já. Einmitt hér
Ævilangt vil una
Ástin mín! Hjá þér!

Úti' um land, úti' um sæ, álfar hafa völd.
Heilög er hjá hamrabúum hátíð í kvöld.
Úti' um land, úti' um sæ, álfar hafa kvöld.
Heilög er hjá hamrabúum hátíð í kvöld.



Credits
Writer(s): Gardar Borgthorsson, Rakel Bjoerk Bjoernsdottir
Lyrics powered by www.musixmatch.com

Link