Glóey

Vorið klæðir vog og sund með vindum þýðum
Bliknuð vakna blóm í hlíðum.
Ungar kvika, iðar líf í ársal blóma
Laust úr vetrar leiðum dróma.
Glóey, varpar gullnu trafi, glitra vogar
Glóey, allt í sólareldi logar.

Vorið klæðir vog og sund með vindum þýðum
Bliknuð vakna blóm í hlíðum.
Glóey, varpar gullnu trafi, glitra vogar
Glóey, allt í sólareldi logar.

Húmið tyllir fæti mjúkum
Létt á kyrran hafflöt rauðan,
Lygna augum dökkir hnjúkar.

Glóey, varpar gullnu trafi, glitra vogar
Glóey, allt í sólareldi logar.
Glóey, varpar gullnu trafi, glitra vogar
Glóey, allt í sólareldi logar.



Credits
Writer(s): Gardar Borgthorsson, Olina Thorvardardottir, Rakel Bjoerk Bjoernsdottir
Lyrics powered by www.musixmatch.com

Link