Kata gamla í kofanum

Kata gamla í kofanum
(Jón úr Vör)

Í kofa við sjóinn bjó Kata,
Kerling gömul og forn.
Sögð var hún nokkuð sérlynd,
Af sumum kölluð norn.

Ævi' hennar þekkti enginn,
Ætt hennar vissi ei neinn.
Svipur hennar var harður,
Sem hrufóttur, kaldur steinn.

Sögð var hún nokkuð sérlynd,
Af sumum kölluð norn.

Hún leitaði ei liðs hjá neinum,
Og lánað hjá engum fékk,
En hirti þara og þöngla
Og þungstíg um fjörur gekk.

Vann þegar hún fékk vinnu,
Vaskaði og breiddi í þurrk.
Um gigtina gat hún aldrei,
En gekk þó heim við lurk.

Sögð var hún nokkuð sérlynd,
Af sumum kölluð norn.

Hún þvoði þvotta í húsum,
Þegar hún beðin var,
— en frúrnar fóru til hinna,
Þeim fannst hún orðin skar.

Svo var það núna í vetur,
Það viðraði heldur stirt
Og hálka í kring um kotið,
─ um kerlingu ekkert hirt,

Sögð var hún nokkuð sérlynd,
Af sumum kölluð norn.

Að fagran frostkaldan morgun
Flækingshund bar þar að,
Er sáluð á svellinu lá hún.
─ Já svona endaði það.

Og klerkurinn klóraði á miða
Kristilegt orðaflúr.
Og þegar sú gamla var grafin
Grétu þorpsins frúr.

Sögð var hún nokkuð sérlynd,
Af sumum kölluð...
Sögð var hún nokkuð sérlynd,
Af sumum kölluð norn.



Credits
Writer(s): Gardar Borgthorsson, Rakel Bjoerk Bjoernsdottir
Lyrics powered by www.musixmatch.com

Link